Nefndarálit um Menntasjóð námsmanna

Mánudaginn 8. júní var 3. umræða á Alþingi um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna.

Frumvarpið var til umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd og var Anna Kolbrún Árnadóttir með nefndarálit við 3. umræðu. 

Í nefndarálitinu segir: 

„Við meðferð málsins hafa að mati 1. minni hlutans ekki verið veittar viðhlítandi skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins. Þá skýtur það skökku við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum annarra stofnana en samhliða því er þó ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna hjá þeim stofnunum. Í ljósi þess hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum kostnaðarlið við mat á áhrifum lagasetningarinnar."

Nefndarálitið má lesa í heild sinni hér.

Anna Kolbrún mælti fyrir álitinu í þingsal við 3. umræðu.