Ólafur Ísleifsson um málefni innflytjenda

Ólafur Ísleifsson um málefni innflytjenda

PODCAST EPISODE

Ólafur Ísleifsson um málefni innflytjenda

Miðvarpið

 

Ólafur Ísleifsson dregur fram þá stefnubreytingu sem hefur átt sér stað á Norðurlöndum í málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Mest áberandi er breytingin í Danmörku og Noregi. Þeim ber saman um að færa áhersluna frá hælisleitendum yfir á hjálp við fólk á heimaslóðum þess. Þetta verði gert í samvinnu við alþjóðastofnanir.

Tekið verði við kvótaflóttamönnum á grundvelli samstarfs við Sameinuðu þjóðirnar. Stefna beri að móttökustöð utan Evrópu eins og rætt hafi verið á vettvangi ESB. Miðflokkurinn tekur undir þessa stefnubreytingu á Norðurlöndum. Nýjar tölur Útlendingastofnunar um að hingað komi sexfalt fleiri hælisleitendur en til Danmerkur og Noregs sýna að móttökukerfið er í raun sprungið.

"Miðflokkurinn vill nýta fé sem nú er sóað t.d. í lögfræðikostnað til að hjálpa fólki og vill auka stuðning til fólks í neyð. Fé ber að nýta þannig að það gagnist sem best og nýtist sem flestum, ekki síst konum og börnum."

Smellið hér til að hlusta