Orkupakkinn fer um hendur forseta Íslands

Orkupakkinn fer um hendur forseta Íslands

 

 
At­beini for­seta Íslands er nauðsyn­leg­ur þegar kem­ur að þriðja orkupakk­an­um. Málið ligg­ur að stærst­um hluta fyr­ir sem þings­álykt­un­ar­til­laga um að til­tekn­ar Evr­ópu­reglu­gerðir fái laga­gildi. Al­menn­ar þings­álykt­an­ir koma ekki til kasta for­seta. Hér ræðir um þings­álykt­un um að taka upp í lands­rétt til­tekn­ar Evr­ópu­regl­ur. Þegar þannig stend­ur á er þings­álykt­un lögð fyr­ir for­seta.

Um þess­ar reglu­gerðir hef­ur styr­inn staðið í umræðum á Alþingi. Lög­fræðileg­ir ráðunaut­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Friðrik Árni Friðriks­son Hirst og Stefán Már Stef­áns­son, lýsa í áliti sínu hættu á árekstr­um við stjórn­ar­skrá. Þeir lýsa hvernig er­lend­um aðilum eru fal­in áhrif, a.m.k. óbein, á skipu­lag, ráðstöf­un og nýt­ingu orku­auðlinda þjóðar­inn­ar verði lagður sæ­streng­ur að land­inu. Þeir vara við hættu á samn­ings­brota- og skaðabóta­mál­um sem gætu risið ef Orku­stofn­un myndi hafna beiðni um teng­ingu við raf­orku­kerfið af hálfu fyr­ir­tæk­is á borð við Atlantic Superconn­ecti­on sem stend­ur til­búið með fyr­ir­ætlan­ir um sæ­streng fjár­magnaðar af stór­bank­an­um JP Morg­an.

Mörg­um spurn­ing­um er ósvarað í mál­inu. Óljóst er um þjóðrétt­ar­legt gildi laga­lega fyr­ir­var­ans. Hverj­ar yrðu varn­ir Íslands í samn­ings­brota- og skaðabóta­mál­um? Hvaða fjár­hæðir gætu fallið á rík­is­sjóð sem skaðabæt­ur? Rek­ast ákvæði í fjórða orkupakk­an­um á stjórn­ar­skrá?

Aðferðum við að taka Evr­ópu­regl­ur í inn­lend­an rétt er lýst í grein í Tíma­riti lög­fræðinga 2016 und­ir fyr­ir­sögn­inni Upp­taka af­leiddr­ar lög­gjaf­ar í EES-samn­ing­inn – Hvað er unnt að gera bet­ur? Í grein­inni sem er hluti af doktor­s­verk­efni höf­und­ar, Mar­grét­ar Ein­ars­dótt­ur, dós­ents í lög­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, kem­ur fram að þegar Alþingi hef­ur með þings­álykt­un veitt samþykki sitt fyr­ir ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar að til­tekn­ar Evr­ópu­regl­ur hljóti laga­gildi séu staðfest­ing­ar­skjöl send til for­seta með beiðni um staðfest­ingu. Sam­starfsþjóðum í EFTA er ekki til­kynnt um samþykki Alþing­is fyrr en samþykki for­seta ligg­ur fyr­ir (bls. 19).

Samþykki Alþingi þings­álykt­un­ar­til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra mun því orkupakk­inn í heild fara um hend­ur for­seta Íslands.

Í fersku minni er að stjórn­ar­skrá­in geym­ir í 26. grein ákvæði um þjóðar­at­kvæðagreiðslu synji for­seti laga­frum­varpi staðfest­ing­ar. Þings­álykt­un­in fel­ur í sér samþykki Alþing­is fyr­ir að veita til­tekn­um Evr­ópu­regl­um laga­gildi. Nær­tækt er að líta þannig á að 26. grein­in eigi eins við í þessu til­felli. Sam­kvæmt því er á valdi for­seta að leggja orkupakk­ann í dóm þjóðar­inn­ar.

For­seti Íslands gerði sér­staka könn­un á málsmeðferð áður en hann und­ir­ritaði skip­un 15 dóm­ara við Lands­rétt. Hann hlýt­ur að gaum­gæfa und­ir­rit­un sína fari svo að orkupakk­inn verði samþykkt­ur á Alþingi.

 

 

Höf­und­ur er þingmaður Miðflokks­ins.

Höf­und­ur: Ólaf­ur Ísleifs­son