Öruggur kostur

Öruggur kostur

Kjör­dag­ur hef­ur verið ákveðinn 25. sept­em­ber á næsta ári. Nú þegar gæt­ir vanga­veltna um sam­starf á vett­vangi rík­is­stjórn­ar að kosn­ing­um lokn­um. Áber­andi eru hug­mynd­ir um rík­is­stjórn eft­ir sama mynstri og í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar í Reykja­vík. Áhuga­menn um slíka vinstri stjórn telja sig fá byr í segl­inn með ný­legri skoðana­könn­un.

Hætt er við að mörg­um sé brugðið við þessi tíðindi. Reynsl­an af meiri­hlut­an­um í Reykja­vík tal­ar sínu máli og til­hugs­un­in um slíkt fyr­ir­komu­lag í lands­mál­um hræðir. Þarf ekki annað en benda á upp­lýs­ing­ar um fjár­hag borg­ar­inn­ar, um­ferðar- og skipu­lags­mál, flótta fyr­ir­tækja og stofn­ana úr borg­inni og stjórn­sýslu sem virðir eng­in mörk.

Hvers má vænta?

Rík­is­stjórn skipuð sömu flokk­um og meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur færi í besta falli ógæti­lega með fjár­hag rík­is­sjóðs. Hver og einn get­ur dregið eig­in álykt­an­ir af fjár­hag borg­ar­sjóðs, fram­kvæmd­um og sam­göngu­mál­um í borg­inni. Þá er ótal­in stjórn­sýsl­an í ráðhús­inu þar sem komið er fram við starfs­fólk af óvirðingu eins og héraðsdóm­ari taldi sig knú­inn til að benda á í máli starfs­manns gegn borg­inni.

Verk­in sýna merk­in

Tök­um fjár­hag­inn. Eng­ar sjálfs­hóls­grein­ar í dag­blöðum breyta þeirri staðreynd að borg­in er kom­in að fót­um fram í fjár­hags­legu til­liti. Í um­sögn Reykja­vík­ur­borg­ar frá í apríl um til­tekið þing­mál má sjá Reykja­vík­ur­borg nán­ast á hnján­um frammi fyr­ir fjár­veit­inga­vald­inu að biðja um fjár­stuðning. Kallað er eft­ir því að ríkið komi með bein­an óend­urkræf­an stuðning til að tryggja að sveit­ar­fé­lög geti staðið und­ir lög­bundn­um verk­efn­um gagn­vart íbú­um og at­vinnu­lífi. Eyþór Arn­alds, odd­viti minni­hlut­ans í borg­ar­stjórn, benti í gær hér í blaðinu á háan rekstr­ar­kostnað borg­ar­inn­ar í sam­an­b­urði við önn­ur sveit­ar­fé­lög og hærra út­svar af launa­tekj­um borg­ar­búa en ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in inn­heimta.

Bág­ur fjár­hag­ur slær samt ekki á kok­hreysti meiri­hlut­ans þegar kem­ur að draum­sýn­inni um borg­ar­línu. Óþarft þykir að leggja fram kostnaðaráætl­un sem hald er í. Sér­fræðing­ar segja hana kosta hundruð millj­arða. Rekstr­aráætl­un er ekki til enda á fólkið sem sit­ur fast í um­ferðartepp­um að borga reikn­ing­inn. Á móti þess­um rán­dýru grill­um tefl­ir Miðflokk­ur­inn fram raun­hæf­um lausn­um um greiðar stofn­braut­ir, mis­læg gatna­mót, ljós­a­stýr­ingu og gerð Sunda­braut­ar.

Örugg­ur kost­ur

Miðflokk­ur­inn hef­ur sýnt að hann er ör­ugg­ur þegar kem­ur að full­veldi þjóðar­inn­ar, sjálf­stæði og for­ræði yfir auðlind­um sín­um. Örugg­ur þegar kem­ur að rétt­ar­rík­inu, mann­rétt­ind­um, lög­gæslu og ör­ugg­um landa­mær­um. Til að af­stýra á lands­mála­vett­vangi vinstri óreiðunni eins og fylgt hef­ur meiri­hlut­an­um í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur eiga kjós­end­ur þess vegna aug­ljós­an og ör­ugg­an kost.

 

Höf­und­ur:  Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 20. ágúst, 2020