Ráðgefandi oddvitakosning

HLEKK Á RAFRÆNAN ATKVÆÐAGREIÐSLUSEÐIL MÁ NÁLGAST Á EFTIRFARANDI SLÓÐ:
 
Oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavík suður
 
Í oddvitakjöri Miðflokksins í Reykjavík suður eru eftirtaldir í framboði:
 
  • Fjóla Hrund Björnsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins.
  • Þorsteinn Sæmundsson, sitjandi þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.
 
Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var ekki samþykkt á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag.
Stjórn félagsins tók því þá ákvörðun að boða til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um val á oddvita.
 
1. Kosið verður föstudaginn 23.júlí og laugardaginn 24.júlí
 
2. Kjörfundur hefst klukkan 10:00, föstudaginn 23. júlí, á skrifstofu Miðflokksins að Hamraborg 1 í Kópavogi og einnig á netinu sjá lið 4.
 
3. Kjörstaður verður opinn 10:00-17:00 báða dagana, föstudag og laugardag.
 
4. Hægt er að kjósa RAFRÆNT á þessari slóð eftir klukkan 10 á föstudag:
 
5. Atkvæðisrétt við ráðgefandi atkvæðagreiðslu hafa allir félagar í Miðflokksfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður og eru skráðir fyrir kl. 10:00 miðvikudaginn 21 júlí 2021 og hafa greitt félagsgjald til Miðflokksins.
 
FRAMBOÐSLISTI
Framboðslistinn í heild, með þann sem fær flest atkvæði úr oddvitakjörinu í fyrsta sæti, verður lagður fram á áður boðuðum félagsfundi mánudaginn 26. júlí kl. 20.00. Fundinum verður streymt á Zoom og atkvæðagreiðsla verður rafræn.  Hlekkur verður aðgengilegur á xm.is þegar nær dregur.
 
Kær kveðja,
Anna Björg Hjartardóttir, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur suður