Reykjavíkurborg og Ríkisútvarpið – Bensínstöðvar og braggi

Reykjavíkurborg og Ríkisútvarpið – Bensínstöðvar og braggi

 
 

Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður og borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, skrifaði póst á Face­book-síðu sína á mánu­dags­kvöld þar sem hún sagði: „Bragg­inn var smá­mál miðað við bens­ín­stöðvadíl­inn. Ég sat und­ir árás­um mánuðum sam­an en gaf ekk­ert eft­ir í þágu borg­ar­búa, skít­kastið var ógeðslegt.“

Til­efnið var birt­ing um­fjöll­un­ar Maríu Sigrún­ar Hilm­ars­dótt­ur um bens­ín­stöðvadíl­inn í Kast­ljósi þá fyrr um kvöldið.

Það var at­hygl­is­vert að heyra Dag B. Eggerts­son halda því fram að ákvörðun um annað en það sem borg­in gerði hefði skapað full­komið upp­nám í at­vinnu­lífi Reykja­vík­ur. Veðköll kæmu fram frá banka­stofn­un­um og margt þaðan af verra. Sami Dag­ur hef­ur hingað til verið hrif­inn af fyrn­ing­ar­leið gagn­vart sjáv­ar­út­vegi. Hvaða áhrif held­ur hann að slík­ar æf­ing­ar hafi?

Hagaðila á Reykja­vík­ur­flug­velli hef­ur ef­laust rekið í rogastans vegna af­stöðu borg­ar­stjór­ans fyrr­ver­andi, enda rekstr­ar­lega óviss­an þar verið með endem­um í boði meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar kjör­tíma­bil­um sam­an. Á fluggörðunum raðklóra menn sér víst í koll­in­um.

Kostu­leg­ast var þó atriðið þegar borg­ar­stjór­inn reyndi að segja Maríu Sigrúnu að í samn­ing­un­um stæði eitt­hvað annað en í þeim stóð. Þetta atriði minnti á vel út­færðan Fóst­bræðraþátt. Og Sir Norm­an Fry var ekki langt und­an.

Allt átti þetta svo að vera hluti af lofts­lagsplani Reykja­vík­ur­borg­ar?! Allt átti þetta líka að vera Dagsatt.

Ætl­un­in með þess­um pistli er ekki að kafa djúpt ofan í þetta skrítna mál, sem virðist fljótt á litið inni­fela býsna ríf­leg­an gjafa­gjörn­ing, það verður verk­efni fyr­ir innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­bog­ar, held­ur að benda Rík­is­út­varp­inu á annað áhuga­vert efni til at­hug­un­ar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg. Svona í ljósi þess að stofn­un­in er kom­in á bragðið.

Staðan er sú að um hundrað millj­arðar eru á efna­hags­reikn­ingi Fé­lags­bú­staða á grund­velli end­ur­mats eigna, sem ork­ar mjög tví­mæl­is í ljósi þess að eng­in áform eru uppi um sölu eigna fé­lags­ins.

Þetta end­ur­mat hef­ur svo verið notað til að fegra bæk­ur Reykja­vík­ur­borg­ar.

Spurn­ing­in sem áhuga­vert væri að ein­hver af níu starfs­mönn­um Kveiks, eða sá hóp­ur sem kem­ur að Kast­ljósi, leitaði svara við er: Hver væru áhrif­in á fjár­hags­stöðu Reykja­vík­ur­borg­ar ef þetta end­ur­mat hefði ekki komið til, með til­liti til skulda­hlut­falla, rekstr­araf­komu und­an­far­inna ára og láns­fjár­hæf­is borg­ar­inn­ar?

En að lok­um: Takk Vig­dís Hauks­dótt­ir fyr­ir að berj­ast gegn þessu á sín­um tíma. Allt hefst þetta á end­an­um.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is