Samgöngumál rædd í þaula

Alþingi hef­ur lík­lega aldrei eða a.m.k. ekki oft setið jafn lengi fram að for­seta­kosn­ing­um og nú. Þetta þing hef­ur verið óvenju­legt vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem herjað hef­ur á heims­byggðina og setti mark sitt á þing­störf­in líkt og allt sam­fé­lagið. Und­an­farið hef­ur á Alþingi farið fram umræða um sam­göngu­mál þar sem í raun fjög­ur mál eru und­ir. Sam­göngu­áætlan­ir til 5 og 15 ára, stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags vegna sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu og frum­varp um sam­vinnu­verk­efni eða svo­kallað „pu­blic pri­vate partners­hip“.

Ein­hverj­ir hafa pirrað sig á því að við í Miðflokkn­um höf­um rætt þessi mál í þaula en það höf­um við ekki gert að gamni okk­ar held­ur vegna þess að við telj­um það nauðsyn­legt og bein­lín­is skyldu okk­ar gagn­vart skatt­greiðend­um þessa lands. Það er alltaf hægt að deila um for­gangs­röðun fram­kvæmda í sam­göngu­mál­um enda um tak­markaða fjár­muni að ræða sem veitt­ir eru til þess mála­flokks. Fram kem­ur í gögn­um með sam­göngu­áætlun­un­um að fram­kvæmdaþörf­in í vega­kerf­inu sé met­in á fjög­ur hundruð millj­arða króna og þá er ekki tal­inn með sá kostnaður sem verður til á tíma áætlan­anna.

Á sama tíma og þetta ligg­ur fyr­ir ætl­ar meiri­hluti Alþing­is að skuld­binda rík­is­sjóð til að greiða a.m.k. eitt hundrað og fimm millj­arða króna í verk­efni tengd sk. sam­göngusátt­mála.

Það sem við höf­um gagn­rýnt sér­stak­lega er að ekki liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um meðferð ým­issa mála tengdra sátt­mál­an­um og op­in­bera hluta­fé­lag­inu.

Meðal þess sem ekki hef­ur legið fyr­ir er end­an­leg­ur kostnaður, hvernig ábyrgð á framúr­keyrslu verður dreift, að sveit­ar­fé­lög­in tryggi skipu­lags­leg­an fram­gang annarra verk­efna, hvernig skipt­ing eigna verður eft­ir fram­kvæmd­ir, hvernig rekstra­kostnaður skipt­ist o.fl. Það er al­ger­lega ótrú­legt að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir skuli telja það eðli­legt að fara í slík­an leiðang­ur með svo margt óljóst. það er í raun óá­byrgt að ætla að skilja það eft­ir sem seinni tíma mál að taka á svo stór­um mál­um.

Það er óá­byrgt því þegar illa fer, ég segi þegar illa fer því þetta verk­efni mun fara langt fram úr áætl­un­um, verður reikn­ing­ur­inn send­ur skatt­greiðend­um. Þeir fjár­mun­ir sem þá þarf að setja í þetta óljósa verk­efni verða ekki nýtt­ir í annað s.s. aðrar sam­göngu­fram­kvæmd­ir, bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila, efl­ingu lög­gæslu eða annað sem út­gjöld rík­is­sjóðs fara í.

Þessa for­gangs­röðun þurfa þing­menn stjórn­ar­flokk­anna að skýra og taka ábyrgð á. Þegar þetta er ritað standa yfir samn­ing­ar um þinglok. Í þeim viðræðum ger­um við Miðflokks­menn kröfu um að hlut­verk og skyld­ur rík­is­sjóð verði skýrðar áður en málið verður end­an­lega af­greitt. Alþingi get­ur ekki af­greitt frá sér málið án þess að skyld­ur rík­is­sjóðs séu skýrðar, slíkt væri ábyrgðarlaust.

 

Höfundur:  Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 25. júní, 2020