“Það sem blasir við er gríðarlega stórt viðfangsefni og þess vegna verðum við að líta til staðreyndanna og byggja lausnirnar á þeim.
Til þess að það fjármagn sem við höfum til ráðstöfunar og við eigum að mínu
mati að auka verulegan stuðning við fólk í neyð til þess að það fjármagn nýtist sem best og nýtist þeim sem að þurfa mest á hjálpinni að halda
En með því fyrirkomulagi sem að hér er lagt til er verið að gera okkur erfiðara fyrir að aðstoða fólk, það er verið í rauninni að vega að þeim sem að fyrir vikið munu ekki fá þjónustu og ýta undir að þeir sem eiga síður rétt á þjónustunni sæki í hana. Þetta er staðreynd sem blasir við
í öðrum löndum og hefur gert lengi, önnur lönd hafa lært af reynslunni og eru nú að gera ráðstafanir sem ganga þvert á það sem íslensk stjórnvöld leggja hér til. Önnur lönd með sínum aðferðum eins og danir og danskir jafnaðarmenn með sinni stefnu
munu gera miklu meira gagn fyrir þá sem þurfa mest á hjálpinni að halda heldur en íslensk stjórnvöld með þeirri sýndarmennsku, ófjármögnuðu sýndarmennsku sem birtist í þessu frumvarpi.
Því miður er hættan sú að jafnvel þó að áhrifin af þessu komi fljótt í ljós, muni líða á löngu áður en að Íslendingar þá grípa til ráðstafana og læri af reynslunni það sýnir reynsla annarra, því getum við ekki reynt að læra af henni?”