Eftirlit með innflutningi á búvörum

Sigurður Páll Jónsson hefur óskað eftir sérstakri umræðu um eftirlit með innflutningi á búðvörum

 

Þær spurningar sem hann leitar svara við eru þessar:

1.  Hver hafa viðbrögð tollyfivalda og fjármálaráðuneytis verið við upplýsngum um að misræmi sé á tölum um útflutning búvara frá löndum ESB og innflutningi frá sömu löndum til Íslands?

2.  Hver hafa viðbrögð tollyfirvalda og fjármálaráðuneytis verið við upplýsingum um að vörur sem að réttu lagi ætti að bera tolla, séu fluttar inn á tollskrárnúmerum sem bera ekki tolla sbr. t.d. svokallaðan "jurtaost" sem reyndist rangt tollflokkaður?  Verða slík tilvik rannsökuð sex ár aftur í tímann eins og tollalög nr. 88/2005 kveða á um?

3.  Hver eru áhrif þessa á samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu þegar erlendar vörur, sem keppa við innlenda framleiðslu, eru fluttar inn án þess að tolar séu greiddir samkvæmt ákvæðum tollalaga?

4.  Hvaða áform hefur ráðherra um að bæta eftirlit með innflutningi búvara og tollafgreiðslu þeirra?

5.  Hvert er áætlað fjárhagslegt tap ríkissjóps af röngum tollskráningum?

6.  Ef fjárhagslegt tap liggur ekki fyrir hyggst ráðherra láta taka slíkt saman?