#26 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 20.4.2023
Sumardagurinn fyrsti kallar á SLF – Fjármálaáætlun fyrir 2024-2028, samtal við fagráðherra – Bókun 35, fyrsta umræða – Ástandið í fjármálum Reykjavíkurborgar.
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir mál málanna.
Fagráðherrar fóru yfir sína málaflokka á mánudag og þriðjudag í tengslum við fjármálaáætlun. Þar bar hæst að íþróttamálaráðherra er búinn að týna nýju þjóðarhöllinni, sem hann er nýbúinn að ramma inn með enn einni viljayfirlýsingunni. Sumir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segjast vilja fara betur með skattfé, en það gengur illa að skapa stemmingu fyrir slíku veseni. Félags- og vinnumarkaðsráðherra upplýsti að kostnaður vegna samræmdrar móttöku flóttamanna muni aukast um 900 milljónir á næsta ári, frá því sem nú er. Kostnaðarmatið var 40,8 milljónir þegar lögin voru samþykkt!
Utanríkisráðherra mælti fyrir bókun 35 í gær og þingmenn Miðflokksins lögðust með ákveðnum hætti gegn áformum ráðherrans, sem helst virðast ætluð til að gleðja þingflokka Samfylkingar og Viðreisnar.
Það var svo ekki hægt að loka þættinum án þess að segja nokkur orð um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Hún súrnar og súrnar.
Gleðilegt sumar!
Hlustaðu á þáttinn hér
Þátturinn á Spotify