Sjónvarpslausir fimmtudagar

#5 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 16.10.2022

Talað frá Rwanda
Vikan byrjaði með því að Sigmundur Davíð ræddi innflytjendamál á Sprengisandi Bylgjunnar og Bergþór mætti í Silfrið á RUV og ræddi þau mál ásamt öðrum á vettvangi dagsins.
Síðar þann dag fór Sigmundur Davíð til Rwanda en þá hafði hann fengið yfir sig gusu óvildar frá oddvita Pírata í NV kjördæmi, sem sagði hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og að þær bæru vott af hægriöfgahyggju. Menn hafa þvegið munninn á sér með grænsápu af minna tilefni.
Sigmundur og Bergþór ræða útlendingamálin, stöðuna hér heima, hvaða lausnir eru skynsamlegar, afstöðu danskra stjórnvalda og svo auðvitað Rwanda – hvar hlutfall kvenna á þingi er hvað hæst og tekist hefur að byggja upp fyrirmyndarsamfélag á liðnum áratugum. Hvers vegna hatast stuðningsmenn „Open borders“ við þetta Afríkuríki?

Hlustaðu á þáttinn hér