Sjónvarpslausir fimmtudagar

#8 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 6.11.2022

Flokkarnir funda – Sjálfstæðisflokkur á villigötum í útlendingamálum
Síðan 7. þáttur Sjónvarpslausra fimmtudaga fór í loftið hafa þrír flokkar á þingi haldið stóra fundi. Um síðustu helgi hélt Miðflokkurinn flokksráðsfund á Egilsstöðum, Samfylkingin kaus sér nýja forystu og núna um helgina komu sjálfstæðismenn saman og héldu landsfund í fyrsta skipti í rúm fjögur ár.
Sigmundur Davíð og Bergþór ræða það sem hæst bar á fundunum og greina sérstaklega skilaboð landsfundar Sjálfstæðisflokksins hvað útlendingamál varðar. Áherslubreytingu hjá Samfylkingu, þar sem evrópuaðild og svokölluð „ný stjórnarskrá“ eru sendi í langtímageymslu.
Ótrúleg rekstarniðurstaða Reykjavíkur er rædd, en það er auðvitað sérstakt afrek hjá meirihlutanum í Reykjavík að tapa 15 þúsund milljónum á árinu.

Hlustaðu á þáttinn hér