Sjónvarpslausir fimmtudagar

#9 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 10.11.2022

Útlendingamál – Lofslagsmál og Raunheimarof í Reykjavík

Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir það sem hæst bar í þinginu í vikunni. Í alþjóðahorninu er farið yfir kosningarnar í Bandaríkjunum.
Vikan í þinginu byrjaði á samtali Sigmundar Davíðs og dómsmálaráðherra um útlendingamál í kjölfar furðu veikrar ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi.  Mælt var fyrir þingsályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde afsökunar vegna landsdómsmálsins og svo endaði vikan á umræðum um lofslagsmál, þar sem í fullu hlutleysi má segja að sjónarmið Miðflokksins hafi verið þau skynsamlegustu sem sett voru fram.
Af öðrum málum var hroðaleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar rædd og í því samhengi grein Bergþórs í Morgunblaðinu sem bar yfirskriftina „Raunheimarof í Reykjavík“. Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna ber á góma og eitt og annað því til viðbótar.

Hlustaðu á þáttinn hér