Stefnulaus glundroði

Stefnulaus glundroði

 
 

Nú ligg­ur fyr­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn virðist end­an­lega hafa misst sjón­ar á er­indi sínu í stjórn­mál­um með áfram­hald­andi sam­starfi við Vinstri græna í rík­is­stjórn. Fram­sókn bíður átekta.

Formaður­inn gekk glaðbeitt­ur fram fyr­ir mynda­vél­arn­ar í gær­dag og kynnti lands­mönn­um að þeir þyrftu áfram að þola verk­lausa, stirðnaða, óráðsíu­stjórn þriggja flokka sem gera ekk­ert nema standa í veg­in­um fyr­ir fram­förum fyr­ir ís­lenska þjóð.

Allt var þetta gert í nafni stjórn­festu og stöðug­leika. Eitt­hvað sem þess­um þrem­ur flokk­um hef­ur síst tek­ist að tryggja á umliðnum sjö árum. Hver glundroðinn hef­ur rekið ann­an með til­heyr­andi upp­stokk­un ráðherra­stóla sem endaði með því að for­ystumaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar stökk frá borði á miðri leið. Lái henni hver sem vill.

En verra er að skatt­greiðend­ur þessa lands geta ekki stokkið frá borði – þeir sitja uppi með þenn­an svartapét­ur sem brátt seil­ist í veskin. Það verður auðsótt enda ljós­in slökkt því ekki verður virkjað á næstu árum frek­ar en fyrri dag­inn.

Sjálf­stæðis­menn end­ur­heimtu for­sæt­is­ráðherra­stól­inn en opnuðu fjár­hirsl­ur rík­is­ins upp á gátt fyr­ir Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem get­ur ekki dreift pen­ing­um annarra nógu hratt í gælu­verk­efni og hags­muna­pot. Orðið á göt­unni af þessu til­efni hljómaði eitt­hvað á þessa leið „minkur­inn er kom­inn í hænsna­kof­ann“.

En nú lofa flokk­arn­ir lands­mönn­um bót og betr­un – nú verður allt breytt, nú ætla þeir loks að gera allt sem þeir lofuðu fyr­ir svo margt löngu. Nema þegar bet­ur er að gáð – hef­ur ná­kvæm­lega ekk­ert breyst.

Það var fyr­ir aðeins ein­um og hálf­um mánuði að þeim tókst að bæði birta sam­eig­in­lega stefnu í út­lend­inga­mál­um og hlaupa frá henni á aðeins þrett­án dög­um. Það var líka fyr­ir ör­skömmu síðan að frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra upp­lýsti að það stæði í raun á Sjálf­stæðis­flokkn­um að leggja fram mál til að bæta ástand orku­mála – VG hefði ekki gef­ist færi á að stoppa eitt né neitt í þeim efn­um. Og stjórn­laus rík­is­út­gjöld skal nú leysa með því að af­henda Fram­sókn­ar­flokkn­um lykla­völd­in í fjár­málaráðuneyt­inu og gera end­an­lega út af við þá litlu ráðdeild sem var.

Vinstri græn­ir virt­ust una sín­um hlut vel enda komu þeir Svandísi Svavars­dótt­ur í skjól í innviðaráðuneyt­inu. Nýr formaður lýsti því yfir í frétt­um að nú loks væri hægt að tryggja fram­göngu Borg­ar­lín­unn­ar – það var og.

En þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vel­ur ít­rekað vinstri­stefnu og stöðnun fram yfir borg­ara­leg gildi og fram­far­ir fyr­ir ís­lenska þjóð þá er ekki nema von að lands­menn sjái í gegn­um orðagjálfrið og leiti að hægri­stefnu og festu. Orð eru nefni­lega ódýr.

Það mun­ar um Miðflokk­inn á tím­um sem þess­um.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is