Störf þingsins

Á þriðjudaginn var umræða um störf þingsins á Alþingi. Þorsteinn Sæmundsson tók þar þátt og ræddi um fyrirspurn sína um kaupendur fullnustueigna íbúðarlánasjóðs sem var svarað fyrr í vikunni.

Sagði Þorsteinn meðal annars: 

„Herra forseti. Sá gleðilegi atburður varð hér í gær að loksins var skilað svari við fyrirspurn minni sem hefur verið lögð fram sjö sinnum, fyrst fyrir rúmum tveimur og hálfu ári. Það varðar sölu og meðferð á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs á árunum 2008–2019 og kemur fram í svarinu að hér er um að ræða 4.210 íbúðir sem voru seldar fyrir u.þ.b. 72 milljarða."

Ræðu Þorsteins má sjá hér.