Störf þingsins

Á þriðjudaginn var umræða um störf þingsins á Alþingi. Sigurður Páll Jónsson tók þátt í umræðunni og var hann í hátíðarskapi í tilefni 17. júní.

Sigurður sagði meðal annars:

„Hæstv. forseti. Ég ætla að vera aðeins á undan minni framtíð og vera í hátíðarskapi í dag í tilefni þess að á morgun er 17. júní, og lýsa yfir stolti mínu, hvað ég er stoltur af þjóð minni; hvað hún hefur staðið sig vel í samstöðu í baráttunni við Covid-19. Það hefur sýnt manni að sá kraftur sem því fylgir að standa saman gefur mikinn árangur."

Ræðu Sigurðar má sjá hér.