Sýndarveruleikinn og loftslagsskattarnir

Sýndarveruleikinn og loftslagsskattarnir

Mánudagur, 4. desember 2023
 
Bergþór Ólason

Fyrst skal nefna að ég er ekki í Dúbaí á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna COP28 – þrátt fyr­ir skila­boð Svan­hild­ar Hólm fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs þess efn­is, í frétt­um vik­unn­ar í Bít­inu á Bylgj­unni fyr­ir helgi. Það stóð aldrei til enda þarfari hlut­ir að vakta hér inn­an­lands í þágu lands og þjóðar – til dæm­is frum­varp um­hverf­is­ráðherra Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar um inn­leiðingu Fit­for55-vit­leys­unn­ar, eða eins og hann endur­orðar það, „Viðskipta­kerfi ESB með los­un­ar­heim­ild­ir“.

Guðlaug­ur Þór ákvað að reyna að koma aft­an að þing­inu með þessu frum­varpi sínu, sem varðar gríðarlega hags­muni í flutn­inga­starf­semi á Íslandi, bæði flugi og sigl­ing­um. Ráðherr­ann ákvað sem sagt að henda mál­inu inn með af­brigðum, þegar aðeins 11 dag­ar eru eft­ir af þing­störf­um fram að jóla­hléi, með kröfu um af­greiðslu áður en jól­in ganga í garð.

Það þýðir að ráðherr­ann virðist vilja kom­ast hjá allri umræðu um málið. Hann vill þrengja svo að um­sagnaraðilum að þeir varla hafa tíma til að lesa um málið áður en þeim er ætlað að hafa skilað um það um­sögn sem vit er í. Vit­andi hvað þetta er í raun slæmt mál elt­ir hann Vinstri græna og þeirra lofts­lags­fas­isma og skattagleði í blindni án þess að gæta að af­leiðing­un­um.

Þetta er glapræði af hálfu ráðherr­ans enda er í þess­um doðranti sem hann kall­ar frum­varp að finna sum af flókn­ustu mál­um sem á fjör­ur Íslands hef­ur rekið síðan EES-samn­ing­ur­inn var lög­fest­ur.

Lofts­lags­skatt­ar á flug­starf­semi, lofts­lags­skatt­ar á skipa­sigl­ing­ar og 12 aðrar gerðir í leiðinni. Sum­ar glæ­nýj­ar, aðrar upp­færðar.

Meg­in­skylda hverr­ar rík­is­stjórn­ar er að vernda hag lands og þjóðar. Nú um stund­ir sitj­um við hins veg­ar uppi með rík­is­stjórn sem virðist ófær um ein­mitt það. Hún er ófær um flest og sit­ur með bæði hend­ur og fæt­ur bundna í hnút ósætt­is og ráðal­eys­is – allt í þágu stöðug­leika. Á meðan geis­ar verðbólg­an, vext­ir hækka, orku­mál­in eru í ólestri og þá skal ekki gleyma út­lend­inga­mál­un­um.

Ráðherr­un­um er meira um­hugað um að hossa sér með koll­eg­um sín­um í sýnd­ar­veru­leik­an­um í Dúbaí, þar sem rætt er um 28. og síðasta tæki­færið til að bjarga heim­in­um. Mála­mynda­yf­ir­lýs­ing­ar, sýnd­ar­sam­ráð og annað bíó renn­ur frá ráðherr­un­um sem eng­um ár­angri ná þar, né ann­ars staðar.

Mikið yrði það ís­lenskri þjóð til bóta ef þetta ágæta fólk tæki sig til og sinnti grunn­hlut­verki sínu. En lík­lega þarf grund­vall­ar­breyt­ing­ar til að þjóðin fari að sjá ein­hvern standa gegn því sem helst bít­ur og tryggi að tæki­færi séu til staðar fyr­ir fjöl­skyld­ur að byggja gott líf fyr­ir sig og sína. En um­hverf­is­ráðherr­ann get­ur byrjað á því að taka tíma­press­una af mál­inu, gefa þing­mönn­um og um­sagnaraðilum ráðrúm til að kryfja það til hlít­ar og finna á því lausn sem gagn­ast ís­lenskri þjóð.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is