Systkini saman á þingi

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir tók sæti á Alþingi á þriðjudaginn sem varaþingmaður Miðflokksins í suðvesturkjördæmi.  Nanna er systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, en óalgengt er að systkini sitji á sama tíma á Alþingi. 

Nanna tók virkan þátt í þingstörfunum og hélt meðal annars ræðu um lagafrumvarp um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Hægt er að horfa á ræðuna hér. Einnig tók hún þátt í umræðu um fjármálastefnu 2020-2024, hægt er að horfa á ræðuna hér.