Þarf alltaf að vera nýtt gjald?

Á mánu­dag­inn voru samþykkt lög á Alþingi sem meðal ann­ars fólu í sér nýtt gjald á fast­eigna­eig­end­ur. Til­efnið er upp­bygg­ing varn­argarðs sem ætlað er að verja orku­mann­virki í Svartsengi.

Nauðsyn þess að verja mann­virk­in er óum­deild, en asinn sem ákvörðunin og laga­setn­ing­in er und­ir­orp­in dreg­ur auðvitað úr mögu­leik­um stjórn­valda til að leita skyn­sam­leg­ustu leiða við fram­kvæmd­ina og sam­starfs við fyr­ir­tæk­in á svæðinu sem verður varið, bæði hvað varðar út­færslu og kostnaðar­skipt­ingu. Þetta er sér­stak­lega baga­legt í því ljósi að áætlan­ir um þess­ar til­teknu varn­ir hafa verið á teikni­borðinu síðan 2021.

Það sem helst olli deil­um við af­greiðslu máls­ins var 4. grein frum­varps­ins, þar sem lagt var til nýtt gjald, svo­kallað for­varna­gjald, sem er ætlað að standa straum af kostnaði við fram­kvæmd­ir til að varna eða draga úr tjóni af völd­um eld­gosa, jarðskjálfta og vatns­flóða.

Það blas­ir strax við að gjald­inu er ekki ætlað að vera tíma­bundið. Þeir þrír millj­arðar sem því er ætlað að sækja í rík­is­sjóð á næstu þrem­ur árum duga bara fyr­ir þeim fram­kvæmd­um sem nú eru hafn­ar til varn­ar mann­virkj­um í Svartsengi. En ekki annarra ham­fara, svo sem vatns­flóða eins og sér­stak­lega er til­greint í frum­varp­inu. Af hverju þessi sýnd­ar­mennska?

Öll þekkj­um við að fátt er var­an­legra en tíma­bundn­ir skatt­ar og gjöld, en það er ekki oft sem tví­skinn­ung­ur­inn kem­ur jafn skýrt fram og í hinum ný­samþykktu lög­um.

Og af hverju að leggja á sér­stakt gjald, Grinda­vík­ur­gjald, fyr­ir það sem í raun er lág upp­hæð eins og þarna er um að ræða? Mun nær­tæk­ara hefði verið að gera breyt­ingu á lög­um um of­an­flóðasjóð, nú eða að nota fjár­muni úr hinum vel fjár­mögnuðu vara­sjóðum, sem á hátíðar­dög­um mega standa und­ir fram­kvæmd­um við íþrótta­hall­ir og hjúkr­un­ar­heim­ili. Vara­sjóðirn­ir hafa raun­ar þann til­gang að bregðast við aðstæðum sem þess­um. En nei, nýtt gjald skal það vera.

Upp­söfnuð staða of­an­flóðasjóðs miðað við árs­lok 2022 er 13,8 millj­arðar. Það hef­ur sem sagt verið inn­heimt gjald af fast­eigna­eig­end­um sem upp­haf­lega átti að renna í of­an­flóðasjóð, en renn­ur nú beint í rík­is­sjóð, þar sem inn­heimt upp­hæð er tæp­um 14 millj­örðum hærri en sú upp­hæð sem varið hef­ur verið til verk­efna sjóðsins. Og þessi tala er bara fram til þess tíma að tekju­stofn­inn hætti að vera markaður, þannig að mis­mun­ur­inn á inn­heimt­um skatti og út­gjöld­um til verk­efna of­an­flóðasjóðsins er enn meiri.

Skal því eng­an undra þegar sagt er að spor­in hræði þegar stjórn­völd leggja á nýtt „tíma­bundið“ gjald.

Að lok­um sendi ég Grind­vík­ing­um hlýj­ar kveðjur og vona að Guð vaki yfir ykk­ur og byggðinni, þannig að lag­fær­ing­ar og end­ur­reisn gangi vel þegar jarðhrær­ing­arn­ar eru um garð gengn­ar.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is