Þingvikan um liðna viku

Nú er Alþingi komið í tveggja vikna frí fyrir sveitarstjórnarkosningar. Í síðustu viku bættist við í þingflokk Miðflokksins en Erna Bjarnadóttir tók sæti á Alþingi mánudaginn 25. apríl og var inni í fimm þingfundardaga. 

Erna Bjarnadóttir sat ekki auðum höndum í þingvikunni sínu, hún tók 17 sinnum til máls, lagði fram 6 fyrirspurnir til skriflegs svars til ráðherra, tók meðal annars þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma, störfum þingsins og sérstökum umræðum. 

Hægt er að sjá ræður Ernu inn á heimasíðu Alþingis.