Úlfur, úlfur – nú í Dúbaí

Úlfur, úlfur – nú í Dúbaí

 

Eft­ir tæpa viku mun mik­ill fjöldi fólks, tug­ir þúsunda raun­ar, leggja leið sína til Dúbaí í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um, með það að yf­ir­lýstu mark­miði að bjarga heim­in­um. Nú er það nefni­lega 28. loka­tilraun­in til að bjarga hon­um, á COP28. Þrátt fyr­ir heil­ar 28 til­raun­ir til að bjarga heim­in­um hef­ur sára­lítið annað gerst en að nokk­ur lönd hafa sett sér há­leit óraun­hæf mark­mið sem er ógjörn­ing­ur að ná og þaðan af síður lík­leg til að breyta neinu hvað varðar lofts­lag heims­ins – þar sem stóru lönd­in sem mest menga gera mest lítið.

En áfram skal haldið með hvert síðasta tæki­færið á fæt­ur öðru, víðsveg­ar um heim­inn. Svo­lítið eins og dreng­ur­inn sem kallaði alltaf „úlf­ur, úlf­ur!“ þar til all­ir hættu að hlusta og eng­inn brást við þegar úlf­ur­inn lét sjá sig.

En áfram mæta öll fyr­ir­menn­in á einkaþot­un­um sín­um og þúsund­ir emb­ætt­is­manna og annarra áhuga­manna um lofts­lags­mál á al­menn­ingsþot­un­um. Það er gott að finna fyr­ir sam­taka­mætti á staðnum þegar segja á almúg­an­um að hætta að fljúga, það sé svo vont fyr­ir lofts­lagið.

Það tókst meira að segja að sann­færa ís­lensk stjórn­völd um að þau yrðu að taka þátt í Fit­For55-aðgerðum Evr­ópu­sam­bands­ins sem kveða á um að Íslend­ing­ar eigi að ferðast í lest en ekki flug­vél­um – íbú­ar eyj­unn­ar sem eiga allt und­ir góðum loftsam­göng­um eiga bara að taka lest. Það má gera því skóna að raun­heimar­ofið verði varla meira.

En það virðist engu skipta þó að heimsenda­spár lofts­lags­kirkj­unn­ar gangi ekki eft­ir, pre­dik­ar­arn­ir bara tví­efl­ast á milli funda – sann­fær­ing þeirra eykst í öf­ugu hlut­falli við spá­dóms­gáf­ur þeirra.

Auðvitað eig­um við að ganga vel um nátt­úr­una og fara var­lega í þeim efn­um. En öll kerf­in sem inn­leidd hafa verið til að mæta þessu virðast bein­lín­is ganga gegn yf­ir­lýst­um mark­miðum kerf­anna.

Þá gild­ir einu hvort um er að ræða furðuleg sölu­kerfi af­láts­bréfa, svo­kallaðar upp­runa­vott­an­ir, eða íþyngj­andi reglu­verk og gjöld sem verða til þess að iðnaðarfram­leiðsla flyst frá Vest­ur­lönd­um til ríkja þar sem los­un gróður­húsaloft­teg­unda er marg­föld á við það sem sama fram­leiðsla olli áður.

Það yrði til mik­illa bóta ef ís­lensk stjórn­völd áttuðu sig á því að raf­magnið verður ekki til í inn­stung­unni – það þarf að virkja grænu ork­una hér á Íslandi til að standa und­ir já­kvæðum breyt­ing­um í orku­frek­um iðnaði. Það væri ágæt­is byrj­un­ar­punkt­ur.

Þá væri líka til bóta ef ís­lensk stjórn­völd drægju sig út úr því reglu­verki sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur formað í lofts­lags­mál­um. Við höf­um verið og erum best í heimi hvað lofts­lags­mál­in varðar og eig­um að stefna að því að halda þeirri stöðu. En höld­um henni á okk­ar for­send­um en fest­umst ekki í reglu­verki sem er hannað utan um allt ann­an veru­leika en þann sem við búum við hér á landi.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.i