Útdráttur úr breytingatillögum Miðflokksins við fjárlög 2020

Útdráttur úr Nefndaráliti Miðflokksins

um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020

Frá minni hluta fjárlaganefndar

Birgir Þórarinsson

 Efnahagshorfur

Áætlanir í opinberum fjármálum hafi á síðustu árum byggst á óhóflega bjartsýnum forsendum um efnahagsþróun og treyst hefur verið á tímabundna aukningu tekna í uppsveiflu. Lítið hefur mátt út af bregða til þess að áætlanir brystu og tekjur dygðu ekki til að fjármagna nauðsynleg útgjöld.

Gagnrýnivert er að ríkisstjórnin ætlar að fjármagna breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið vegna breytinga í hagspá, sem og breytingar sem ríkisstjórnin gerir við frumvarpið við 2 umræðu, með sölu losunarheimilda koltvísýrings að fjárhæð að minnsta kosti 4,8 milljarðar króna

Af hálfu Seðlabanka Íslands var í tengslum vaxtaákvörðun í nóvember tekið fram að þróun efnahagsmála kunna að litast um of af bjartsýni, ekki síst vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.

Þegar litið er yfir fjárlagafrumvarpið sést að ekki er gert ráð fyrir neinum afgangi á árinu 2020. Þvert á móti verður ríkissjóður rekinn með halla og endurspeglar sú staðreynd breytingar á efnahagshorfum á liðnum misserum.

Miðflokkurinn leggur áherslu á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að skapa forsendur fyrir öflugu atvinnulífi, hagsæld og almennri velmegun. Skattastefna ríkisstjórnarinnar á að fela í sér hvata til að fjölga starfsfólki og bæta kjör þess. Skapa skilyrði fyrir nýsköpun og endurnýjum á tækjum og búnaði og fjárfestingum í atvinnulífinu. Í þessu sambandi leggur Miðflokkurinn þunga áherslu á að einfalda stjórnkerfið og létta bákninu af atvinnufyrirtækjum og heimilum landsmanna. Gera verður kröfu um eðlilega skilvirkni og hagræðingu í allri starfsemi hins opinbera.

Breytingartillögur Miðflokksins

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir breytingartillögur Miðflokksins við fjárlagafrumvarpið. Tillögurnar eru fullfjármagnaðar og auka ekki á halla ríkissjóðs.

 

Skýring

Gjöld milljónir

Tekjur milljónir

Almenn löggæsla

300,0

 

Fjölmiðlanefnd styrkur felldur niður

 

400,0

Geðheilbrigðismál LSH

100,0

 

Hagræðing ráðuneyta

 

1100,0

Hagræðingarkrafa á SÍ og FME

 

350,0

Heilsuefling aldraðra

30,0

 

Hjúkrunarheimili v. rekstrarvanda

800,0

 

Kolefnisgjald fallið frá 10% hækkun

375,0

 

Landsbankalóð á Hafnartorgi seld

 

2000,0

Meðhöndlun úrgangs að undanskildu plasti

 

200,0

Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni

250,0

 

Skórækt kolefnisjöfnun

30,0

 

Stjórnarráðsbygging, frestun framkvæmda

 

550,0

Tollgæsla, fíkniefnaeftirlit, örugg landamæri

250,0

 

Tryggingagjald, lækkun um 0.25%

2000,0

 

Útleiga umhverfisvænna bíla fallið frá vsk afslætti

 

60,0

Öryrkjar stuðningsstörf

200,0

 

Hækkun á frítekjumarki öryrkja

325,0

 

Afnám á skerðingum lífeyrisgreiðslna v. atvinnutekna

0,0

0,0

 

4660,0

4660,0

 

Hagræðing í ríkisrekstri engin – bætt í ríkisbáknið og regluverk

Ráðdeild og skilvirkni á ávallt að ríkja við meðferð almannafjár. Fjárlagafrumvarpið ber þess merki að það er ekki ofarlega á verkefnalista ríkisstjórnarinnar að vinda ofan af ríkisbákninu. Þar fer fremstur í flokki Sjálfstæðisflokkurinn sem reglulega hefur hrópaði hátt fyrir kosningar “báknið burt”.

Það sætir tíðindum að þegar ríkisstofnanir eru sameinaðar skuli enginn einasta hagræðingarkrafa vera sett fram að hálfu ríkisstjórnarinnar.

Krafa um hagræðingu í rekstri allra ráðuneyta

Miðflokkurinn flytur breytingartillögu við fjármálafrumvarpið fyrir árið 2020 sem miðar að því að draga úr ríkisbákninu og gera kröfu um hagræðingu sem nemur 10,6% í rekstri allra ráðuneyta.

Frekari lækkun tryggingargjalds nauðsynleg og skynsamleg

Stjórnvöld eiga ávallt að leitast við að styrkja starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja, sér í lagi nú þegar efnahagsumhverfið veitir minni byr í seglin. Styðja þarf íslensk fyrirtæki við að mæta hækkandi launakostnaði á komandi árum og sporna gegn fækkun starfa.

Hátt trygg­inga­gjald kem­ur verst niður á fyrirtækjum þar sem laun og launa­tengd gjöld eru stór hluti kostnaðar.

 Hjúkrunarheimilin – fyrirheit ríkisstjórnar orðin tóm

 Hjúkrunarheimilin eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við þau áform sem koma fram í stjórnarsáttmálanum um að styrkja rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun.

Nauðsynlegt er að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið.

Trúverðugt samtal verður að fara fram milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila. Þetta kemur m.a. fram í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu

 Nýir skattar draga úr boðaðri skattalækkun

Áformaðar eru verulegar breytingar á tekjuskattskerfi einstaklinga til að mæta loforðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sl. vor. Tekið verði upp þriggja þrepa tekjuskattskerfi með nýju lágtekjuþrepi sem taki gildi í tveimur áföngum á árunum 2020 og 2021.

Nýtt þriggja þrepa skattkerfi gengur þvert á stefnu Sjálfstæðisflokksins um að einfalda skattkerfið. Fjármála- og efnahagsráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur áður sagt að þrjú skattþrep væri mjög óheppi­legt fyr­ir­komu­lag og til þess fallið að flækja skatt­kerfið.

Á árinu 2019 er áætlað að árlegar tekjur ríkissjóðs af nýjum sköttum og skattahækkunum verði ríflega 115 milljarðar króna samsvarar það um 15% af heildarskatttekjum ríkisins. Þrátt fyrir boðaðar skattalækkanir standa því eftir 97 milljarðar króna í aukna skattheimtu frá síðustu niðursveiflu sem heimili og fyrirtæki standa enn undir.

Verði fjármögnun nýrra samgönguframkvæmda gerð með sérstakri gjaldtöku á einstökum vegum eða notendagjöldum eins og komið hefur til tals af hálfu ríkistjórnarinnar er í eðli sínu um hækkun skatta á einstaklinga að ræða og dregur þar með úr ráðstöfunartekjum. Verði áformin að veruleika í tengslum við nýja samgönguáætlun er ljóst að boðuð skattalækkun verður engin þegar upp er staðið.

Skattar á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi þegar lífeyrisgreiðslur eru teknar með í reikninginn. Það er löngu orðið tímabært að draga úr álögum á almenning og fyrirtæki og leysa þannig úr læðingi aukna verðmætasköpun. Það gagnast samfélaginu öllu að leyfa fólki og fyrirtækjum í auknum mæli að ráðstafa eigin tekjum. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að fara betur með það almannafé sem þau taka til sín.

 Stefnulaus kolefnisskattur - ekki jafnað niður á landsmenn á sanngjarnan hátt

Náttúruvernd og önnur umhverfisvernd eru á meðal mikilvægustu viðfangsefna samtímans. Viðbrögð stjórnvalda hafa hins vegar ekki verið í samræmi við það. Þau hafa allt of oft byggst á gagnslausri og jafnvel skaðlegri sýndarmennsku sem til dæmis birtist í nýjum sköttum án þess að þeim fylgi markmið eða aðferðir við að meta árangur af þeim.

Það sem minnkar samkeppnishæfnina enn frekar er að aðilar sem ekki eru virðisaukaskattskyldir hér á landi eru undanþegnir kolefnisgjaldinu. Þannig þurfa erlend skip sem taka olíu hér á landi ekki að greiða gjaldið en í sumum tilvikum eru þau við veiðar á sömu veiðislóð og þau íslensku.

Miðflokkurinn leggur því til að boðuð hækkun kolefnisgjaldsins í fjárlagafrumvarpinu um 10% komi ekki til framkvæmda þar til heildstæð stefna liggur fyrir um hvernig Ísland ætlar að nota kolefnisgjöld í baráttunni við loftlagsbreytingar,

 Atvinnutekjur eldri borgara skerði ekki lífeyrisgreiðslur

Kjör eldri borgara og annarra sem reiða sig á lífeyrisgreiðslur þarf að bæta. Jafnframt þarf að koma á sveigjanlegum starfslokum án skerðingar ellilífeyristekna og að lífeyrir tryggi lágmarkslaun. Löngu er ljóst að skerðingar á bótum almannatrygginga fara fram úr öllu hófi. Þetta fyrirkomulag, er í senn fallið til að meina eldra fólki að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlilegrar sjálfsbjargarviðleitni og að hvetja til svartrar atvinnustarfsemi

Eldri borgarar og aðrir sem reiða sig á lífeyrisgreiðslur bíða enn eftir réttlætinu sem þeim var lofað fyrir áratug um að skerða ekki lífeyrisgreiðslur sem flestir flokkar lofuðu einnig fyrir seinustu Alþingiskosningar. Skerðingar og aðrir neikvæðir hvatar hafa mikil og óæskileg áhrif á sjálfsbjargarhvöt fólks. Óeðlilegar skerðingar hafa einnig neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks

Urðunarskattur – illa undirbúinn og minnkar ekki úrgang

Það sýnist sérstakt áhugamál ríkisstjórnarinnar að leggja á nýja skatta og færa þá í fallegan búning, gefa þeim ný nöfn eins og græna skatta..

. Bent hefur verið á að það er hægt að minnka það sem fer til urðunar með því til dæm­is að setja skila­gjald á þá vöru­flokka sem við vilj­um ekki að fari til urðunar. Eitt kíló af sorpi sem fer til urðunar er ekk­ert betra í jörðu komið þó það sé með urðun­ar­skatti.

 Landspítalinn – margþættur fjárhagsvandi

Landspítalinn er stærsta og mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins. Hann hefur á að skipa framúrskarandi starfsfólki sem vinnu óeigingjarnt starf á hverjum degi, oft við erfiðar aðstæður.

Brýnt er að búa heilbrigðisstarfsfólki viðunandi starfsskilyrði og tryggja þannig að mönnun sé á hverjum tíma fullnægjandi. Mönnunarvandi spítalans er einn af hans stærstu áskorunum.

Landbúnaður

Sótt er að undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar frá landnámi úr ýmsum áttum. Framlög til landbúnaðar hafa lækkað. Ekkert er minnst á landbúnaðinn í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið. Látið er undan ósanngjörnum og hættulegum kröfum um aukinn innflutning matvæla sem standast ekki heilbrigðiskröfur, matvæla sem eru ekki framleidd við þau skilyrði sem íslenskum landbúnaði er ætlað að uppfylla. Afar óhagstæður tollasamningur hefur nýlega tekið gildi og á sama tíma er gert ráð fyrir síminnkandi stuðningi við íslenska matvælaframleiðendur og neytendur. Um leið aukast íþyngjandi kröfur á íslenskan landbúnað jafnt og þétt. Það skekkir enn samkeppnisstöðu greinarinnar gagnvart erlendri framleiðslu. Landbúnaður og matvælaframleiðsla eru undirstaða byggðar víða um land. Því má heldur ekki gleyma að innlend matvælaframleiðsla er til lækkunar á kolefnisspori Íslands.

Ferðaþjónusta – stærsta atvinnugreinin í óvissu

Þróun í ferðaþjónustu er meðal helstu óvissuþátta í forsendum fjárlagafrumvarpsins. Á undanförnum árum hefur vægi ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu (VLF) vaxið úr rúmum 3,4%, á árinu 2010, í 8,6%, á árinu 2017. Framlag ferðaþjónustunnar við öflun gjaldeyristekna er verulegt.Horfur í greininni hafa því veruleg áhrif á efnahagsforsendur frumvarpsins.

Tollgæsla, fíkniefnaeftirlit og örugg landamæri

Fíkniefnavandinn er eitt af alvarlegustu og erfiðustu málum sem steðja að þjóðfélaginu öllu. Sterkari fíkniefni hafa náð fótfestu hér á landi en áður. Neysla ólöglegra fíkniefna veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum ómældum skaða og tengist margvíslegri glæpastarfsemi, heilsufars- og félagslegum vandamálum.

Miðflokkurinn leggur áherslu á að auka fjárveitingar til þessa mikilvæga málaflokks og flytur flokkurinn breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið þess efnis að sérstakt aukaframlag upp á 250 milljónir króna fari til embættis Tollstjóra, til þess að auka fíkniefnaeftirlit tollgæslunnar á landsvísu og bæta öryggi á landamærum hvað fíkniefnaeftirlit varðar. Vísbendingar eru um að framboð fíkniefna hafi aukist hér á landi á undanförnum misserum og er það mikið áhyggjuefni.

Heilsuefling aldraða

Fjölgað hefur mjög á biðlistum eftir hjúkrunarrými fyrir aldraða og hefur embætti landlæknis lýst yfir þungum áhyggjum af stöðunni. Biðtíminn hefur auk þess lengst. Í ágúst mánuði biðu að meðaltali 375 manns eftir hjúkrunarrými. Þeir sem bíða heima finna oft fyrir miklu óöryggi og vanlíðan. Þeir sem bíða á sjúkrahúsi finnst þeir jafnvel vera fyrir og vera hornreka. Þetta hefur veruleg áhrif á lífsgæði fólks.

Miðflokkurinn leggur ríka áherslu á að mæta þessum vanda og leggur til breytingartillögu um 800 milljón króna framlag til hjúkrunarheimila eins og gerð er grein fyrir hér að ofan. Ein leiðin að mati Landlæknis til þess að bæta stöðuna er heilsueflingu aldraða. Hlutfall eldra fólks er stöðugt að á landinu öllu og heilsuefling og aukin virkni þessa hóps er mikilvæg fyrir lífsgæði samfélagsins alls.

Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni

Stefna heilbrigðisráðuneytisins er að efla beri heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað þjónustuþega. Það kemur því á óvart að ekki séu lagðir auknir fjármunir til þessarar þjónustu á heilbrigðisstofnunum, einkum þegar litið er til þess að framboð á ýmissi annarri heilbrigðisþjónustu er takmarkaðra á mörgum stöðum á landsbyggðinni. Grundvallarmunur er á þjónustu heilsugæslustöðva landsbyggðarinnar samanborið við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Miðflokkurinn leggur fram breytingartillögu við frumvarpið þess efnis að 250 milljónir verði settar til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni til þess að mæta brýnasta vandanum.

Öryrkjar – fjölgun starfa með stuðningi  

Vinna þarf markvisst að því að styrkja möguleika fatlaðs fólks og öryrkja á almennum vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka öryrkja hér minni en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og umfang starfsendurhæfingar er mun minna. Útgjöld hins opinbera vegna örorkulífeyris eru veruleg í flestum löndum OECD. Hátt hlutfall örorkulífeyrisþega og þau miklu útgjöld sem því fylgja hindra vöxt efnahagslífsins og draga úr framboði vinnuafls á vinnumarkaði.

Mörg lönd innan OECD endurskoðað kerfi örorkulífeyris og stuðnings með það að markmiði að auka virkni og þátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði. Þessi lönd mátu stöðuna þannig að ef ekkert yrði gert hefði samfélagið ekki efni á þeirri velferðarþjónustu sem menn vilja byggja upp bæði innan heilbrigðisþjónustu og menntakerfisins auk þess að geta ekki veitt þeim þjóðfélagsþegnum framfærslustuðning sem enga möguleika hafa á þátttöku á vinnumarkaði.

Öryrkjar búa almennt við mun lakari lífskjör en gengur og gerist meðal þjóðarinnar og að fátækt er frekar hlutskipti öryrkja en annarra hópa.

Í gegnum  atvinnu með stuðningi fá þeir sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar aðstoð við að finna starf á almennum vinnumarkaði. Þetta er árangursrík leið sem felur í sér víðtækan stuðning til að geta sinnt starfi á nýjum vinnustað.  

Öryrkjar – mikilvægt að hækka frítekjumark

Óhætt er að fullyrða að mikill meirihluti öryrkja vill vinna, innan marka þeirrar starfsgetu sem er til staðar. Tryggingakerfið er hins vegar byggt þannig upp að það hvetur ekki til atvinnuþátttöku.  Þannig er frítekjumark atvinnutekna til að mynda 109.600 krónur og hefur verið óbreytt í áratug. Ef það hefði fylgt verðlagshækkunum væri frítekjumarkið rúmlega 151 þúsund krónur. Kerfið verður að vera þannig uppbyggt að það sé raunverulegur ágóði af því að vinna. Það verður að drag úr keðjuverkandi skerðingum. X minnihluti leggur til breytingu við fjárlagafrumvarpið um 325 milljón króna framlag til hækkunar frítekjumarks atvinnutekna öryrkja.

 Geðheilbrigðismál

Einstaklingum sem glíma við geðræna sjúkdóma af ýmsum toga hefur fjölgað mikið á undanförum árum. Oft er um að ræða mjög ungt fólk sem fær jafnvel úrskurð um örorku til lengri tíma. Geðræn vandamál eru nú algengasta orsök örorku hjá flestum OECD ríkjum

Staðan er verst á móttökugeðdeildinni og fíkni - og bráðageðdeild. 2. minnihluti leggur til breytingu við fjárlagafrumvarpið þess efnis að 100 milljónir verði settar aukalega í geðsvið Landspítalans.

 Almenn löggæsla

Komið hefur fram af hálfu ríkislögreglustjóra að of stór hluti fjárveitinga til lögreglunnar fari í yfirmannabyggingu og almenn sé yfirbygging lögreglunnar allt of mikil. Þessu þarf að breyta og forgangsraða fjárveitingum til lögreglunnar þannig að almenn löggæsla verði efld.

 Skógrækt

Skógrækt er ein af helstu mótvægisaðgerðum Íslendinga í loftslagsmálum. Vekur það því nokkra undrun að samtals lækka fjárveitingar til Skógræktarinnar um 144 milljónir í fjárlagafrumvarpinu.

Aðeins með því að beita vísindum og skynsemishyggju getum við náð raunverulegum framförum á sviði umhverfismála, en dæmi um slíkt er efling skógræktar. Í því tilliti þarf að efla ræktun skógarplantna.  

 Fjölmiðlanefnd – styrkur til einrekinna fjölmiðla – breytt aðferðafræði

Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 400 milljónir króna fari í stuðning við rekstur einkarekinna fjölmiðla. Miðflokkurinn er með í smíðum tillögur sem fela í sér styrk til einkarekinna fjölmiðla en með breyttri aðferðafræði en tillögur ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir. Tillögurnar verða kynntar innan skamms.