Við lok þingvetrar

152. þingi var slitið fyrir sumarleyfi aðfaranótt fimmtudags 16. júní, Alþingi mun koma saman að loknu sumarfríi eða um miðjan september.

Þingflokkur okkar var öflugur á liðnu þingi og lögðu þeir Sigmundur Davíð og Bergþór ásamt varaþingmönnum fjöldan allan af þingmálum og fyrirspurnum. Því er kjörið að fara yfir liðinn þingvetur.

  • 17 þingmál (frumvörp og þingsályktunartillögur).
  • 45 skriflegar fyrirspurnir til ráðherra
  • 1 skýrslubeiðni. 

 

Sigmundur Davið hélt 181 ræðu og talaði í 12,2 klst.

Bergþór hélt 209 ræðu og talaði í 15,5 klst. 

 

Á síðasta þingfundardeginum var þingsályktunartillaga frá þingflokknum um einföldun regluverks samþykkt að færi til ríkisstjórnarinnar og yrði gerð úttekt á nauðsyn þess að regluverk verði einfaldað.