Vinstri grænir villikettir

Vinstri grænir villikettir

Föstudagur, 29. september 2023
 Bergþór Ólason

 

Í tíð vinstri stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og Stein­gríms Sig­fús­son­ar, sem var illu heilli við völd á ár­un­um 2009-2013, kom fram áhuga­verð lýs­ing for­sæt­is­ráðherr­ans fyrr­ver­andi á þing­mönn­um sam­starfs­flokks­ins í Vinstri hreyf­ing­unni – grænu fram­boði.  Jó­hanna lýsti því sem svo að sam­starfið við þing­flokk VG væri eins og að smala villikött­um. Skemmti­lega mynd­rænt, en dreg­ur líka fram þá öm­ur­legu stöðu sem stjórn­in var í und­ir lok­in, þegar hún hafði í raun misst þing­meiri­hluta sinn.

Af hverju rifja ég þetta upp núna? Jú, villikett­irn­ir eru aft­ur komn­ir á kreik en nú eru það ráðherr­ar VG sem um ræðir, en ekki al­menn­ir þing­menn, plús einn úr öðru liði.

Einn af upp­runa­legu villikött­un­um hljóp til Ak­ur­eyr­ar ný­lega, und­ir öðrum fána, og til­kynnti sam­ein­ingu tveggja rót­gró­inna mennta­stofn­ana án þess að tala við nokk­urn mann, nema mögu­lega sjálf­an sig. Sá hef­ur að vísu níu líf og ekki ljóst hversu mikið hann hef­ur nú þegar gengið á þá inn­eign sína.

Mat­vælaráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir, virðist hafa það að sér­stöku mark­miði að sprengja rík­is­stjórn­ina á sín­um for­send­um. Fyrst með ólög­mætri ákvörðun um stöðvun hval­veiða í sum­ar, þar sem ótal ákvæði hins ís­lenska reglu­verks voru brot­in og horn­in rek­in í stjórn­ar­skrána.

Næst flaut upp samn­ing­ur sama ráðherra við Sam­keppnis­eft­ir­litið, sem nú hef­ur verið met­inn ólög­mæt­ur, þar sem mat­vælaráðherra vélaði eft­ir­lits­stofn­un með rík­ar íhlut­un­ar­heim­ild­ir til að „… vinna verk­efnið og skoða út­gerðina gegn greiðslu“ eins og stjórn­ar­formaður SKE orðaði það.

Auðlind­in okk­ar – tæp­lega 500 blaðsíðna skýrsla sem mat­vælaráðherra ætl­ar að velja úr eft­ir hent­ug­leika – hlýt­ur að vera ósvífn­asta sýnd­ar­sam­ráð síðari tíma. Það kom ber­lega í ljós við kynn­ingu skýrsl­unn­ar, þegar ráð-
herr­ann lagði sér­staka áherslu á tvö atriði, sem hitti svo bara þannig á að voru alls ekki hluti af til­lög­um þeirra sem doðrant­inn rituðu.

Fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra tek­ur hlut­verk sitt sem nýj­asti villikött­ur­inn al­var­lega.
Í fyrra­dag kynnti hann samn­ing ráðuneyt­is­ins við Rauða kross­inn, um aðstoð við fólk sem hef­ur fengið end­an­lega synj­un um vernd hér á landi. Með þessu dreg­ur ráðherr­ann þær fáu tenn­ur sem eft­ir voru í „litla út­lend­inga­frum­varp­inu“ úr því og reglu­verk út­lend­inga­mála er aft­ur orðið eins og tann­laus kött­ur.

For­sæt­is­ráðherra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, vof­ir svo yfir öllu og trygg­ir að sjón­ar­mið sósí­al­ism­ans séu vel tryggð í þess­ari lang­líf­ustu vinstri stjórn lýðveld­is­sög­unn­ar.

Það er eins og ráðherra­hóp­ur VG sé að láta á það reyna hversu langt þeir geti gengið áður en þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins ær­ist, gall­inn er bara sá að þar á bæ eru menn orðnir svo van­ir að kyngja að eng­um kem­ur til hug­ar að setja niður fót­inn.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is