Virðum þjóðarvilja

Virðum þjóðarvilja

Eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur

 

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir

Í umræðunni um orkupakka þrjú í þing­inu í vor keppt­ist nú­ver­andi rík­is­stjórn við að koma fram með þá full­yrðingu að orkupakki þrjú skipti litlu sem engu máli fyr­ir þjóðina í von um að lands­menn myndu bíta á agnið. Það gekk ekki, niður­stöður skoðanakann­ana og umræður í sam­fé­lag­inu sýndu að þjóðin hafnaði inn­leiðingu orkupakka þrjú. Það allra nýj­asta er að þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins heit­ir því að rík­is­stjórn­ir framtíðar­inn­ar muni setja sæ­streng í ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Hvort niður­stöðunni úr þeirri at­kvæðagreiðslu verður fram­fylgt eða ekki fylg­ir ekki sög­unni, þó eig­um við Íslend­ing­ar að hoppa hæð okk­ar af ham­ingju yfir þess­ari fínu smjörklípu sem á að bæta allt það sem er at­huga­vert við orkupakk­ann. Þá skipti engu máli hækk­andi orku­verð komi hér sæ­streng­ur, eða hvort við verðum þvinguð til að skipta Lands­virkj­un upp og hvort við verðum neydd til að virkja meira til þess að geta sent hreina orku úr landi.

Í reglu­gerð nr. 2009/​72/​EB sem til­heyr­ir orkupakk­an­um koma m.a. fram þau mark­mið reglu­gerðar­inn­ar og í 59. lið stend­ur eft­ir­far­andi: „Þróun raun­veru­legs innri markaðar á sviði raf­orku, með net sem tengt er um allt Banda­lagið, skal vera eitt af helstu mark­miðum þess­ar­ar til­skip­un­ar og stjórn­sýslu­leg mál­efni varðandi sam­teng­ing­ar yfir landa­mæri og svæðis­bundna markaði skulu því vera eitt helsta verk­efni eft­ir­lits­yf­ir­valda, í ná­inni sam­vinnu við stofn­un­ina eft­ir því sem við á.“

Nú hef­ur rík­is­stjórn­in stundað hinar ýmsu loft­fim­leikak­únst­ir, með ein­hliða fyr­ir­vör­um án nokk­urs raun­veru­legs væg­is, og núna þjóðar­at­kvæðagreiðslu um lagn­ingu sæ­strengs, en það breyt­ir ekki því að með því að inn­leiða orkupakk­ann þá samþykkj­um við Íslend­ing­ar að vinna að þess­um mark­miðum sem fram koma í reglu­gerðunum. Orku­stefna Evr­ópu­sam­bands­ins er nefni­lega ekk­ert flók­in og kem­ur hún glöggt í ljós við lest­ur orkupakk­ans; Mark­miðið er að efla innri markað með orku þar sem sam­teng­ing­ar á milli landa gegna lyk­il­hlut­verki. Það er því í besta falli skamm­sýnt að ætla að ganga inn í þetta sam­komu­lag og sleppa því að tengj­ast Evr­ópu.

Að þessu sögðu vil ég þó fagna því að þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins leit­ist við að finna flöt á orkupak­kaum­ræðunni en þá ætl­ast ég einnig til þess að þessi sami þingmaður kynni sér málið vel og átti sig á því að það er til lít­ils að ætla rík­is­stjórn­um framtíðar­inn­ar að taka ákvörðun. Það verður að ná niður­stöðu núna og fyrsta skrefið í þeirri veg­ferð er að þjóðin kjósi um hvort orkupakki þrjú verði inn­leidd­ur eða ekki og næsta skref er að þing­heim­ur virði þá niður­stöðu sem úr at­kvæðagreiðslunni kem­ur. Það er ekki að ástæðulausu að Miðflokk­ur­inn lagði nótt við dag í pontu og gerði sitt ýtr­asta til að upp­lýsa þing og þjóð um inni­hald pakk­ans. Orku­auðlind okk­ar Íslend­inga er í húfi og með aukn­um lofts­lags­vanda og áhuga á grænni orku eykst bara virði henn­ar. Ork­an á að til­heyra Íslend­ing­um, eng­um öðrum, og okk­ur þing­mönn­um ber skylda til að standa vörð um hana og af­henda þjóðinni ákvörðun­ar­valdið. Það er eng­inn ann­ar en þjóðin sem á að taka ákvörðun um þetta mik­il­væga mál.

Greinin birtist í Morgunblaðinu Þriðjudaginn, 23. júlí 2019