Fréttabréf Miðflokksins

 

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 2. október, 2020

 

Skrifstofa Miðflokksins 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is
Opnunartímar:
Mánudaga - föstudaga  kl. 13:00 - 17:00

 

 

 

ÞINGSETNING OG STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA FYRIR KOMANDI ÞING

Í gær, 1. október, var setning Alþingis.

Þingsetningarathöfnin hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni var gengið yfir í þinghúsið þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði gesti.

Um kvöldið var stefnuræða forsætisráðherra kl. 19:30 og kjölfarið voru umræður um hana.

Fyrir hönd Miðflokksins tóku til máls Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrstu umræðu, Bergþór Ólason í annari umræðu og Ólafur Ísleifsson í þriðju umræðu.

Sigmundur Davíð fór þar yfir málefnaskrá ríkisstjórnarinnar í vetur og það sem betur mætti fara í þeim málum. Einnig fór hann yfir landbúnaðinn og sagði : „Vandinn er enn meiri í landbúnaði. Nú er sótt að greininni úr mörgum áttum og atvinnugrein sem hefur verið undirstaða byggðar á Íslandi frá landnámi í verulegri hættu.“

Hér má lesa ræðu Sigmundar Davíðs í heild sinni

Hér má sjá upptöku af ræðu Sigmundar á vef Alþingis

 

Bergþór Ólason fór yfir í sinni ræðu um málefnaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir veturinn og sagði meðal annars. „Við verðum að gæta aðhalds í rekstri hins opinbera, það er ekki boðlegt að bíða með þær aðgerðir þar til atvinnulífið verður að fótum fram komið vegna hárra skatta og kostnaðar við flókið regluverk.“

Hér má lesa ræðu Bergþórs í heild sinni

Hér má sjá upptöku af Bergóri flytja ræðu sína í gærkvöldi

 

Ólafur Ísleifsson ræddi um það sem betur mætti gera fyrir eldri borgara, um málefni hælisleitenda og atvinnuleysi á landinu og sagði hann : „Kynslóðinni sem er að komast á eða komin á eftirlaun var á sínum tíma gefið það fyrirheit að greiðslur í lífeyrissjóði myndu bæta hag þess á efri árum. Herra forseti. Við þetta fyrirheit verður að standa.“

Hér má lesa ræðu Ólafs í heild sinni 

Og hér hlíða á upptöku af ræðu Ólafs á vef Alþingis

Á mánudaginn hefst þingfundur kl. 10:30 og á dagskránni er fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið 2021 og fyrri umræða um fjármálaáætlun.

 

 

FRÉTTIR ÚR FLOKKSSTARFINU

 

ÁLYKTANIR FLOKKSRÁÐSFUNDAR MIÐFLOKKSINS 26. september, 2020

Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn á laugardaginn s.l. í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom.  Fundurinn var haldinn rafrænt í fyrsta sinn vegna samkomutakmarkanna og þótti fundurinn takast afar vel.  

Ályktanir flokksráðsfundar Miðflokksins 26. september 2020 má lesa hér. 

Ræðu formannsins var streymt beint á facebooksíðu og heimasíðu okkar, en eftir það tók við lokaður fundur sem einungis var aðgengilegur fyrir flokksmenn sem höfðu skráð sig á fundinn. 

Upptöku af ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins má sjá hér(Ræðan byrjar á mínútu 7:43)

 


SÍMATÍMAR ÞINGMANNA - skráning stendur nú yfir

Nú förum við aftur af stað með símatíma við þingmenn okkar, en mikil aðsókn var í símatímana í vor og komust þá færri að en vildu.  Þeir sem hafa áhuga á að eiga símtal með einhverjum af þingmönnum okkar, vinsamlegast sendið póst á netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is og takið fram nafn þess þingmanns sem þið viljið ræða við og hvert erindið er (ef við á).  Starfsfólk skrifstofunnar mun svo hafa samband við ykkur með hentugan símatíma við viðkomandi þingmann.  Við hvetjum sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til að ræða ykkar málefni við þingmennina okkar.

Telephone clipart rotary phone | Rotary phone, Phone, Clip art

 


FJÓLA OG GOLÍAT VILJA SPJALLA VIÐ ÞIG!

Fjórða sería Miðvarpsins með Fjólu og Golíat er nú í fullum undirbúningi.

Að þessu sinni munu þau fara vítt og breitt um landið og ræða við flokksmenn um lífið og tilveruna.  

Þeir sem hefðu áhuga á að spjalla við Fjólu og Golíat í næstu seríu Miðvarpsins er bent á að senda póst á midflokkurinn@midflokkurinn.is.  Eins væri frábært að fá ábendingar frá ykkur um einstaklinga sem hafa frá skemmtilegum hlutum að segja og vilja fræða okkur um líf þeirra og störf.  Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

 

 



 GREINAR OG PISTLAR

HÆLISLEITENDAMÁL Í ÓLESTRI

Pistill eftir Birgi Þórarinsson þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. september, 2020


12 MÁNUÐI TIL BARNSINS

Grein eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmann Miðflokksins í Norðausturkjördæmi sem birtist á Vísi þann 28. september, 2020


BREYTTAR ÁHERSLUR Í MÁLEFNUM ALDRAÐRA

Grein eftir þingmenn okkar Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. september, 2020


UNGA FÓLKIÐ OG STJÓRNMÁLIN

Grein eftir Sigurð Pál Jónsson þingmann Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi sem birtist á Vísi þann 29. september, 2020

 


ÓKEYPIS Í STRÆTÓ Í HUNDRAÐ ÁR

Grein eftir Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúa Miðflokksins sem birtist á Vísi þann 29. september, 2020


 

 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is