Fréttabréf Miðflokksins 13. mars 2020

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS  13. mars, 2020

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR
Vinsamlegast athugið að hefðbundinn opnunartími skrifstofu flokksins mun raskast næstu 4 vikur.
Við hvetjum flokksmenn til að vera í sambandi við skrifstofu Miðflokksins í gegnum netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is og/eða í síma 555-4007.  
Ef erindið krefst viðveru er öruggast að hringja á undan sér þar sem starfsmenn munu að hluta til vinna að heiman næstu 4 vikur.

 

 

Kæru félagar,

Þann 9. mars s.l. sendi Miðflokkurinn tölvupóst á félagsmenn sína þar sem tilkynnt var að stjórn Miðflokksins hafi tekið þá ákvörðun að fresta Landsþingi flokksins fram á haustið til að sporna við útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Einnig var öllum fundum og viðburðum á vegum flokksins frestað eða þeir færðir á netið.

Á blaðamannafundi sem heilbrigðisráðherra efndi til fyrr í dag, var tilkynnt að komið er á samkomubann frá og með mánudeginum 15. mars þar sem takmarka skuli samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman.  Á fundum og viðburðum þar sem færri koma saman skal gert ráð fyrir því að tveir metrar séu á milli fólks. 

Starf Miðflokksins heldur að sjálfsögðu áfram af fullum krafti þó svo að form funda og annarra samskipta breytist.  Við hvetjum flokksmenn til að nýta allar leiðir til að eiga samskipti sín á milli, en að halda fundum þar sem persónulegrar viðveru er krafist í lágmarki eins og kostur er.

Þeir sem hafa skráð sig á Landsþingið og greitt, geta fengið endurgreitt með því að senda póst á netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is með upplýsingum um reikningsnúmer.  Einnig er hægt að láta skráninguna/greiðsluna gilda þegar Landsþingið verður haldið í haust.

Við hvetjum flokksmenn til að hafa samband við skrifstofuna hafi þeir einhverjar spurningar.

Miðflokkurinn sími:  555-4007

Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is

 

FRÉTTIR AF ÞINGINU:


Í vikunni voru tveir þingfundir;  í gær fimmtudaginn 12. mars og í dag föstudaginn 13. mars.

Í gær var óundirbúinn fyrirspurnartími.

Bergþór Ólason tók þátt og spurði þar forsætisráðherra um frestun fjármálaáætlunar.

Í gær var einnig munnleg skýrsla forsætisráðherra um aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum vegna veirufaraldurs.

Bergþór Ólason

Karl Gauti Hjaltason

Í dag, föstudag, var þingfundur þar sem eitt mál var á dagskrá en það er frumvarp til laga um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald (frestun gjalddaga). Þetta er gert til þess að koma til móts við fyrirtækin í landinu.

 

  

 

Þann 6. mars s.l. tilkynnti Vigdís Hauksdóttir að hún gæfi kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins.  Varaformaður Miðflokksins stýrir almennu innra starfi og er tengiliður stjórnar við flokksfélög og sveitarstjórnarfulltrúa.

 


 GREINAR OG PISTLAR:


Fjarðarfréttir 28. febrúar, 2020

Grein eftir Hólmfríði Þórisdóttur og Bjarneyju Grendal Jóhannesdóttur sem birtist í Fjarðarfréttum þann 28. febrúar, 2020

Sumaropnanir leikskóla í uppnámi


Víkurfréttir 6. mars, 2020

Grein eftir Birgi Þórarinsson, þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi, sem birtist í Víkurfréttum þann 6. mars, 2020

Reykjanesbrautin og þversagnir samgönguráðherra


Morgunblaðið 7. mars, 2020

Grein eftir Birgi Þórarinsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. mars. 2020

Íslandsbanki á undirverði


Alþjóðadagur kvenna 8. mars, 2020

Á alþjóðadegi kvenna þann 8. mars s.l. tóku konurnar sem eru kjörnir fulltrúar flokksins höndum saman og gáfu frá sér grein sem birtist á heimasíðu Miðflokksins.

Höfundar:  Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður, Una María Óskarsdóttir varaþingmaður, Maríanna Eva Ragnarsdóttir varaþingmaður, Valgerður Sveinsdóttir varaþingmaður, Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi í Grindavík og Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.

Áhrifastaða

           

         


Morgunblaðið 9. mars, 2020

Grein eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, sem  birtist í Morgunblaðinu þann 9. mars, 2020

Nú þarf stjórnin að stjórna


Morgunblaðið 11. mars, 2020

Pistill eftir Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 11. mars, 2020

Spýtum í lófana - samt ekki strax

 


Skessuhorn 11. mars, 2020

Grein eftir Sigurð Pál Jónsson sem birtist í Skessuhorni þann 11. mars, 2020

Vegna stöðunnar sem þjóðin stendur frammi fyrir


Mosfellingur 12. mars, 2020

Grein eftir Svein Óskar Sigurðsson sem birtist í Mosfellingi þann 12. mars, 2020

Rússneska keisaradæmið í Mosfellsbæ


Visir.is 12. mars, 2020

Grein eftir Þorgrím Sigmundsson, varaþingmann Miðflokksins.  Greinin birtist á visir.is þann 12. mars, 2020

Þúsund orð um ekki neitt!


Fréttablaðið 12. mars, 2020

Grein eftir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Árborg, sem birtist í Fréttablaðinu þann 12. mars, 2020

Falsfréttin um Ráðhús Árborgar


 Visir.is 13. mars, 2020

Grein eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmann Miðflokksins, sem birtist á Visir.is þann 13. mars, 2020

Hvert er Planið?

 


Bítið á Bylgjunni 13. mars, 2020

Viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, á Bylgjunni í morgun.


 

 

 

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter
Ritstjóri fréttabréfsins er Íris Kristína Óttarsdóttir
Vinsamlegast sendið ábendingar og/eða efni í fréttabréfið á netfangið iriso@althingi.is