Fréttabréf Miðflokksins

VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR

AUKALANDSÞING MIÐFLOKKSINS 2020, laugardaginn 21. nóvember kl. 11:00 - SKRÁNING OG DRÖG AÐ DAGSKRÁ

Aukalandsþing Miðflokksins verður haldið á fjarfundarkerfinu Zoom, laugardaginn 21. nóvember og hefst kl. 11:00.  Áætlað er að þingið endi um kl. 17:20.

DRÖG AÐ DAGSKRÁ AUKALANDSÞINGS MIÐFLOKKSINS 2020:

11:00           Fundargögn verða aðgengileg á heimasíðu flokksins

12:30           Innskráning hefst

13:00           Þingsetning
                    Setningarávarp formanns Miðflokksins

13:05           Tillaga um starfsmenn þingsins borin upp;  Fundarstjóri, ritari og kjörnefnd

13:10           Stefnuræða formanns Miðflokksins

13:40           Heimsókn til fundargesta

14:00           Kynning á lagabreytingum; formaður laganefndar

14:40           Kaffihlé

15:00           Kynning frá málefnanefnd

15:30           Skemmtiatriði

15:50           Almennar umræður

16:50           Afgreiðsla/kosning

17:10            Niðurstaða kosningar

17:20           Fundi slitið

SKRÁNING:  

Skráning stendur nú yfir og hvetjum við flokksmenn til að skrá sig til leiks sem fyrst.  Flokksmenn sem hyggjast sitja aukalandsþingið og vilja hafa atkvæðisrétt eru sérstaklega beðnir um að skrá sig til þátttöku sem allra fyrst svo hægt sé að ganga tímanlega frá kjörbréfum.

Skráning fer fram á heimasíðu Miðflokksins; xm.is undir flipanum aukalandsþing 2020, en einnig getur þú skráð þig með því að smella á flipann hér:

Smelltu hér til að skrá þig 

Allir félagar í Miðflokknum hafa seturétt á Landsþingi en sérstakar reglur gilda um atkvæðisrétt á þinginu.  

Fulltrúar með atkvæðisrétt á landsþingi eru eftirfarandi:

 • Stjórn Miðflokksins.
 • Fulltrúar í flokksráði.
 • Stjórnir kjördæmafélaga, deilda og landssambanda.
 • Formenn og fulltrúar í málefnanefnd og laganefnd.
 • Fulltrúar kjördæmafélaga sem tilnefndir eru skv. eftirfarandi reglu:
  Þrisvar sinnum fjöldi kjördæmakjörinna alþingismanna í viðkomandi kjördæmi:
  • Reykjavíkurkjördæmin alls 66 fulltrúar
  • Suðvesturkjördæmi alls 39 fulltrúar
  • Norðausturkjördæmi alls 30 fulltrúar
  • Suðurkjördæmi alls 30 fulltrúar
  • Norðvesturkjördæmi alls 24 fulltrúar

Tillögur laganefndar Miðflokksins að lagabreytingum má sjá á heimasíðu flokksins.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!


BÆJARMÁLAFUNDIR Á AKUREYRI, 16. og 30. nóvember kl. 20

Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis hefur skipulagt rafræna bæjarmálafundi á næstunni á fjarfundakerfinu Zoom.  Hlekkir á fundina munu birtast á facebook síðu Miðflokksins á Akureyri þegar nær dregur hverjum fundi.

Næstu bæjarmálafundir verða haldnir mánudagana 16. nóvember og 30. nóvember og byrja fundirnir kl. 20:00.

Allir velkomnir.


ÁBENDINGAR TIL ÞINGMANNA OG SVEITARSTJÓRNARFULLTRÚA MIÐFLOKKSINS

Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar flokksins óska eindregið eftir því að fá sendar ábendingar frá flokksmönnum um málefni sem þörf er á að skoða betur. 
Hægt er að senda póst á midflokkurinn@midflokkurinn.is og við komum skilaboðunum til viðkomandi fulltrúa.


BIRGIR ÞÓRARINSSON HEIMSÓTTI NAGARNO-KARABAKH

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins,  hefur dvalið í Stepanakert, höfuðborg Nagorno-Karabakh síðustu daga ásamt Majed El Shafie stofnanda mannúðarsamtakanna One Free World International sem hann kynntist þegar hann vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Mið-Austurlöndum.   

Birgir segir að Ísland geti komið til hjálpar strax með því að viðurkenna Karabakh sem sjálfstætt ríki og að önnur ríki munu þá fylgja í kjölfarið.

Nánar má lesa um ferð Birgis hér

  


FRÉTTIR AF ÞINGINU

Í vikunni voru tveir þingfundardagar, á miðvikudag á fimmtudag.

Á dagskrá voru óundirbúnar fyrirspurnir, störf þingsins, sérstakar umræður, þingmannamál frá þingflokknum, skýrslubeiðni frá þingflokknum og munnleg skýrsla ráðherra.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma spurði Bergþór Ólason ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um samkeppnisstöðu stóriðju á Íslandi. 

Í störfum þingsins tóku Þorsteinn Sæmundsson og Gunnar Bragi Sveinsson þátt.

Þorsteinn ræddi um heilbrigðiskerfið í kjölfar Covid. 

Gunnar Bragi ræddi um sóttvarnir í landinu.

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mælti fyrir þingsályktunartillögu um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar.

Með þingsályktunartillögunni er lagt til að forsætisráðherra verði falið að hrinda í framkvæmd 24 aðgerðum á sviði landbúnaðar í samráði við bændur. Aðgerðirnar miða að því að styrkja rekstrarafkomu matvælaframleiðenda til að verja greinina og þau fjölþættu verðmæti sem í henni felast fyrir samfélagið. 

Nánar má lesa um aðgerðirnar sem Miðflokkurinn leggur til á heimasíðu Miðflokksins (smellið hér).  Umræðuna í heild sinni má sjá hér, en fleiri þingmenn Miðflokksins tóku þátt í umræðunni. 

Þingsályktunartillöguna má sjá í heild sinni hér.

 

Bergþór Ólason ásamt þingflokki Miðflokksins lagði fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um úttekt á starfsemi Skattsins við framkvæmd tollalaga.  Greidd voru atkvæði um skýrslubeiðnina á Alþingi í gær og var hún samþykkt.

Atriðin sem Miðflokkurinn óskar eftir að verði sérstaklega skoðuð eru:

 • Tollafgreiðsla landbúnaðarvara.
 • Þróunn á umfangi innflutnings landbúnaðarvara.
 • Samanburður á tölum um útflutning búvara frá löndum ESB og Noregi og innlendum tölum um innflutning frá sömu löndum.
 • Athugun á því hvort tollnúmerum á sviði landbúnaðarvara og skilgreiningu vara sem undir hvert númer falla, hafi verið breytt frá stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.

Nánar má lesa um skýrslubeiðnina á heimasíðu Miðflokksins (smellið hér).

Skýrslubeiðnina má lesa hér.

 

Heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaráðstafanir, Bergþór Ólason tók þátt í þeirri umræðu og spurði ráðherra meðal annars út í áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og mat á áhrif frestun aðgerða (sjá hér).

 

Tvær sérstakar umræður voru í vikunni, annars vegar um stöðu sveitarfélaga vegna Covid-19 og hins vegar um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvanda.

Þorsteinn Sæmundsson og Karl Gauti Hjaltason tóku þátt í umræðu um stöðu sveitarfélaga vegna Covid-19.

Ræðu Þorsteins má sjá hér.  

Ræðu Karls Gauta má sjá hér. 

Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í umræðunni um geðheilbrigði og hélt þar tvær ræður.

Fyrstu ræðu Önnu Kolbrúnar má sjá hér.  

Seinni ræðu Önnu Kolbrúnar má sjá hér. 

 


GREINAR OG PISTLAR

Álögur á autt atvinnuhúsnæði

Grein eftir Ólaf Ísleifsson, þingmann Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.  Greinin birtist á Vísi þann 1. nóvember, 2020


Geðheilbrigðiskerfið brást

Pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.  Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 4. nóvember, 2020


Bitlaust eftirlit með innflutningi landbúnaðarvöru

Grein eftir Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi, sem birtist í Bændablaðinu þann 5. nóvember, 2020.

Greinin mun birtast á heimasíðu Miðflokksins á morgun, laugardag.


 

 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími: 555-4007  Netfang: midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter