Fréttabréf Miðflokksins

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 18. SEPTEMBER, 2020

 

Skrifstofa Miðflokksins 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is
Opnunartímar:
Mánudaga - föstudaga  kl. 13:00 - 17:00

 

 

VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR

 

FLOKKSRÁÐSFUNDUR MIÐFLOKKSINS, laugardaginn 26. september kl. 13:00 

Á morgun, laugardaginn 26. september verður Flokksráðsfundur Miðflokksins haldinn á fjarfundarkerfinu Zoom og hefst fundurinn kl. 13:00.

Nú eru allra síðustu forvöð til að skrá sig á fundinn, en skráningu lýkur kl. 18:00 í dag, föstudag.  Vinsamlegast sendið tölvupóst á skraning@midflokkurinn.is með nafni og kennitölu til að skrá ykkur.

Þátttakendur fá svo sendan hlekk í tölvupósti sem beinir þeim inná fundinn.

Ræðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður streymt beint á facebook síðu Miðflokksins og á heimasíðu flokksins.

Fundurinn er opinn öllum flokksmönnum en einungis flokksráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum. 

 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
 
12:30     Innskráning hefst
13:00     Setning og kosning starfsmanna fundarins
13:10     Ræða formanns- streymt á live stream
14:00    Hlé

Fundi lokað fyrir aðra en þá sem hafa skráð sig á fundinn.

14:10    Skýrsla innra starfs 
14:15    Vinna laganefndar kynnt
14:25    Tillaga um boðun aukalandsþings
14:30    Stjórnmálaályktun kynnt
15:00    Leynigestur fundarins
15:20    Almennar umræður
16:20    Atkvæðagreiðslur
16:30    Fundarslit

Athugið að tímasetningar gætu raskast og settar fram til viðmiðunar.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að fá nánari upplýsingar hjá skrifstofu flokksins á netfanginu midflokkurinn@midflokkurinn.is eða í síma 555-4007.

Hlökkum til að "sjá" ykkur á morgun.
Bestu kveðjur frá Miðflokknum

 


Nýr sveitarstjórnarfulltrúi okkar í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi - Þröstur Jónsson

Í síðustu viku fóru fram kosningar til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar og náði Miðflokkurinn inn einum manni.  Þröstur Jónsson er því nýr sveitarstjórnarfulltrúi okkar og óskum við honum og öllu okkar fólki fyrir austan, innilega til hamingju með kjörið.

 


Miðflokknum barst dýrmætt myndasafn frá flokksmanni 

Flokknum barst afar góð og dýrmæt gjöf frá Snorra Þorvaldssyni, sem oft hefur verið kallaður ljósmyndari Miðflokksins,  en hann færði okkur tölvukubb í gær sem inniheldur heljarinnar myndasafn úr flokksstarfinu alveg frá upphafi.  Nú verður hafist handa við að flokka myndirnar í myndaalbúm og birta á heimasíðunni.  Miðflokkurinn þakkar Snorra kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

Ég læt fylgja mynd af ljósmyndaranum Snorra þegar hann kom færandi hendi með kubbinn í gær og eitt sýnishorn úr myndasafninu, þessa skemmtilegu mynd frá kosningavöku Miðflokksins 2017.

    

 

 


 GREINAR OG PISTLAR 

Selfoss er - borgin á bömmer

Grein eftir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa okkar í Árborg.  Vísir 18. september, 2020


Þjóðkirkjan á villigötum 

Grein eftir Birgi Þórarinsson þingmann og guðfræðing.  Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 21. september, 2020


Danskt drykkjarvatn

Grein eftir Heiðbrá Ólafsdóttur sem situr í stjórn Miðflokksins í Rangárþingi.  Greinin birtist í Bændablaðinu þann 24. september, 2020.


Viðreisn - Flokkur fortíðar og afturhalds

Grein eftir Svein Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúa okkar í Mosfellsbæ.  Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 24. septmeber, 2020


Ferðaþjónustan þarf leiðréttingu

Viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í Morgunblaðinu í gær


 

 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is