Fréttir

,,Hin dýpsta speki boðar líf og frið.“

Þessi grein er hin fimmta í röðinni um tækifæri Íslands og Íslendinga að farsóttinni sem kennd er við kórónu lokinni. Þessi grein fjallar um tækifærin í iðn- og tæknigeiranum. Iðnaður hefur lengi staðið undir stórum hluta útflutningstekna þjóðarinnar. Áliðnaðurinn hefur verið fyrirferðamestur en þar eru blikur á lofti. Svo virðist sem verðlagning orku til orkufreks iðnaðar sé nú úr takti við það sem gerist meðal samkeppnisþjóða okkar á markaði og slæmar markaðshorfur eru á álmarkaði. Gagnaver hrökklast frá landinu vegna verðlagningar orkunnar

Meira og Stærra.

Við göngum í gegnum óvenjulega tíma þessa stundina. Skæð veira herjar á þjóðir heims með þeim afleiðingum að þúsundir deyja, efnahagur heimsins skelfur og óvissa er mikil í öllum löndum. Allt þetta kemur ofan í samdrátt í efnahagslífinu, jarðhræringar og harðan vetur. Það reynir á okkur öll, hvert og eitt, fjölskyldur og fyrirtæki beint og óbeint. Við reynum að standa saman í því að minnka smit veirunnar og munum standa saman í því að endurreisa efnahaginn.

,,Í djúpi andans duldir kraftar bíða.“

Þessi fjórða grein mín um tækifæri að loknum faraldri fjallar um ferðaþjónustu.

Gleðin í gegnum gluggann

Hvernig líður þér? Eru allir hressir? Þú manst að passa þig á að fara eftir reglum um sóttvarnir, er það ekki? Ertu ekki örugglega með sprittið á þér? Þetta eru setningar sem við segjum örugglega margoft á dag við okkar nánustu, fólkið sem okkur þykir vænt um, heimilisfólkið sem við viljum passa svo það verði ekki veikt af Covid-19 og smiti jafnvel okkur sjálf.

Hvernig náum við vopnum okkar?

Hvernig losnum við undan ógn kórónuveirunnar sem nú geisar? Mig langar að segja mína skoðun, ég geri ekki kröfu til þess að allir séu mér sammála, enda veit enginn hvað er nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér þessa dagana.

Páskakveðjur frá Stokkhólmi

Kæru samherjar á Íslandi. Ég gekk með í Miðflokkinn í fyrra, vegna þess að ég tel Miðflokkinn hæfastan allra flokka til að þoka málum áleiðis í jákvæða átt fyrir Ísland. Sérstaklega stóð þinghópurinn sig einstaklega vel í baráttunni gegn afsali fullveldis yfir raforku með upptöku raforkulaga ESB fyrir Ísland.

Saman í sókn.

Saman í sókn. Á dögunum kynntu stjórnvöld aðgerðir vegna Covid-19, meðal þeirra var markaðsátak sem kallast „Saman í sókn“ og er ætlað að kynna Ísland sem áfangastað. Það er í höndum Íslandsstofu að annast verkefnið og er ætlunin að haga hlutum þannig að hægt verði að bregðast við með hraði ef aðstæður og ferðaáhugi fólks glæðist. Það eru miklir hagsmunir í húfi nú og hefur framkvæmdastjóri Íslandsstofu nefnt í því sambandi aðgerðir sem þáverandi stjórnvöld fóru í vegna afleiðinga gossins í Eyjafjalljökli en þá lögðu þau til 350 milljónir króna til verkefnisins „Inspired by Iceland“ en núna er ætlunin að leggja fram 1.500 milljónir króna auk fjármagns og mannskapar sem Íslandsstofa leggur til.

Keilir mikilvæg menntastofnun sem aldrei fyrr

Sviðsmyndir súrna

Hamslausar skerðingar

Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris.